17.5.2008 | 17:20
Til hamingju Hermann! Verðskuldaður sigur hjá "Pompey"
Innilega til hamingju með sigurinn Hermann Hreiðarsson! Annar bikartitill félagsins orðinn að staðreynd en sá fyrri vannst árið 1939 í 4 - 1 sigri á Úlfunum (Wolves). Þrælgóður og opinn leikur sem hefði getað farið á hvern veginn sem var. Sigurinn í dag var virkilega sætur en Cardiff City barðist hetjulega. Ekki var það svo ónýtt að horfa á gamla "nallann", Kanu sjálfann, skora sigurmarkið. Hinn litríki stjóri Harry Rednapp er búinn að byggja upp öfluga liðsheild og með áframhaldandi uppbyggingarstarfi verður örugglega gerð alvöru atlaga að meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Jafnvel að sjálfum tittlinum innan fárra tímabila. Þess má svo geta að "Pompey" var fyrsta liðið í sögu enska boltans til þess að vinna titilinn tvö ár í röð eftir síðari heimstyrjöldina, tímabilin 1948 - ´49 og 1949 - ´50.
Hermann enskur bikarmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 15:37
Á sinn kjarna hér á klakanum!
Kallinn mætti gjarnan láta sjá sig aftur hér á klakanum. Man vel eftir honum í kringum 197og? þegar lungan af þjóðinni var með Bat Out Of Hell á heilanum. Fór að sjá hann er hann heimsótti okkur hér á síðustu öld og hafði gaman af. Kallinn reis svo aftur upp á stjörnuhimininn 1993 (ef ég man rétt ) með "blöku frá víti" VOL II og seldist hún í bílförmum enda ágætis "Comeback" þar á ferð. Árið 2006 gaf svo kallinn út Vol III. Hann á sinn trausta kjarna sem myndi örugglega láta sjá sig ef af tónleikum yrði hér á klakanum.
Meat Loaf aldrei aftur til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 22:52
Loksins sigur, sterk endurkoma!
Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 21:55
Mögnuð endurkoma, sigur á gömlu grílu!
Eftir fjóra jafnteflisleiki í röð og svo tapleik gegn Chel$ki um s.l. helgi kom loksins að sigurleik. Ekki leit staðan neitt sérstaklega vel út í hálfleik. Tveimur mörkum undir og manni færri leit allt út fyrir að enn einu sinni myndi gamla Nalla-grílan (Bolton W) verða okkur erfið viðureignar, og ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Það var allt annað að sjá til Skyttnanna í Seinni hálfleik, enda skilaði sterkt "comeback" sér í góðum sigri og dýrmætum þremur stigum í hús. Góð skipting hjá meistara Wenger í seinni hálfkeik er hann skellti Walcott og Ade inná og það hafði sitt að segja. Endurkoman var frábær og ætti örugglega að gefa Skyttunum aukið sjálfstraust fyrir þrennuna á móti Púlurum sem frammundan er. Það sem skygði á magnaðann leik var ljót tækling sem verðskuldaði réttilega rautt spjald. Mynnti tækling þessi óþægilega á brot Mick Taylors gegn Eduardo í leiknum gegn Birmingham á dögunum. Staða Bolton versnaði til muna við tapið og er félagið enn í fallsæti. Það er spurning hvort gamla Nalla-grílan hafi verið greftruð að sinni og spili í fyrstu deild að ári? Ætla ekki að veðja gegn því og þeirra verður EKKI saknað af minnar hálfu!
Wenger: Man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 23:13
Uppgjöf ekki valmöguleiki!
Meistari Wenger er bardagajaxl sem neitar að gefast upp fyrr en upp í fulla hnefanna! Það hefur kallinn margsýnnt í gegnum árin. Skytturnar hafa hikstað illa í undanförnum leikjum og uppsekeran eftir því. Þriðja sætið er orðið að staðreynd, í bili að minnsta kosti. Það verður á brattann að sækja það sem eftir lifir tímabilsins fyrir skytturnar og jafnvel verður meistari Wenger að fara að treysta á úrslit í öðrum leikjum, þ.e.a.s að keppinautarnir fari að hiksta og þ.a.l tapa stigum.
Framundan er geysiharður og galopinn bardagi þriggja liða um meistaratignina og þeirra liða sem berjast fyrir tilverurétti sínum í úrvalsdeildinni. Það hefur nú sýnt sig í gegnum tíðina að botnliðin hafa hirt stig að toppliðunum á endasprettinum, sem þýðir að örugglega eiga óvænt úrslit eftir að líta dagsins ljós áður en endanlegt lokaflaut glymur á komandi vordögum! Myndi ekki veðja gegn því!
Wenger neitar að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 22:48
"In ARSÉNE We Trust!"
Hvaða leiki eiga toppliðin eftir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2008 | 22:30
Skytturnar í kartöflugarði!
Svona er nú boltinn. Tvö töpuð stig í baráttunni um titillinn þessa helgina geta verið
dýrkeypt þegar upp er staðið. Vil nú frekar kenna framherjunum um að nýta ekki færi sín en
að skella skuldinni á vallarskilirðin eða dómgæslu eins og meistari Wenger á til að gera.
Allavega leit heimavöllur Wigan út eins og nýuppstunginn kartöflugarður. Minnti óþægilega á
gamla heimavöll Derby County, Baseball Ground. Þar höfðu heimamenn það til siðs að vökva
völlinn fyrir leik, til þess að gera andstæðingunum sem erfiðast fyrir. Völlurinn var eitt forarsvað
og minnti helst á kartöflugarð eftir hirðu á uppskerunni. Spilamennska Skyttnana var langt frá
því sem heimurinn fékk að sjá á s.l. Þriðjudag er AC Milan voru lagðir af velli. Ljósi punkturinn, fyrir
utan stigið, var endurkoma Robin Van Persie í liðið.
Arsene Wenger: Eigum góða möguleika á titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 02:30
....Áhangendurnir líka!
....Þú mátt vera stolltur kæri Wenger og það erum við , áhangendurnir, líka!
Loksins fengum við að sjá rétt andlit AFC eftir nokkra bið. Sannkallaðir meistaratakktar!
Wenger: Ég er mjög stoltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 02:17
Að hætti Nallanna "The Italian Job, part 2!"
Meistaratakktar er það sem kemur upp í huga manns eftir magnaðann
leik á San Siro vellinum í kvöld. AFC er fyrst enskra liða til þess að vinna
AC á heimavelli. Sögulegt afrek þetta og draumur (sem manni fannst ansi
fjarlægur) um átta liða úrslit í keppni þeirra bestu orðinn að veruleika.
Hugurinn leitaði aftur ,bæði fyrir og eftir leikinn, og minninginn um leikinn í
16 liða úrslitin þann 25 November 2003 varð ljóslifandi. Þá var
andstæðingurinn Inter Milan. Völlurinn sá sami og keppnin sú sama.
það var seinni leikur liðanna en Inter vann fyrri leikinn 3 - 0.
Síðari viðureignin endaði 5 - 1 fyrir AFC þar sem Thierry Henry og félagar
léku listir sínar. Leikurinn hefur oft verið nefndur "The Italian Job" meðal
stuðningsmanna AFC!
Eitt er víst að lærisveinar meistara Wengers buðu upp á annan slíkan leik í kvöld,
þótt mörkin hafi ekki verið 6 að tölu. 2 - 0 sigur var fyllilega verðskuldaður og
greinilegt að AFC eru dottnir aftur í þann gír þeir eru þekktir fyrir eftir lægð í
undanförnum leikjum heimafyrir. Með þessu áframhaldi kæmi það ekki á óvart
þótt tittlar myndu vinnast á komandi vordögum.
Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2008 | 16:32
STOKE: Risinn sem sefur!
Pulis valinn stjóri febrúarmánaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar