Færsluflokkur: Bloggar

Seinni hálfleikur!

Þetta eru góð tíðindi ef þau verða að veruleika. Það yrði mikill missir í Kolo ef

hann gæti ekki spilað með gegn AC, því það má búast við miklum sóknarþunga

af hálfu Evrópumeistaranna. Skyttunum dugar að halda hreinu til þess að komast

áfram í keppninni og þá munar um hvern einasta reynslubollta sem völ er á.

Einhvað er þó um meiðsil í herbúðum "Gunners" s.s. Dudu og Van Persie.

Gæti vel trúað að meistari Wenger myndi hvíla einhverrja lykilmenn

um helgina til þess að geta stillt upp sínu sterkasta gegn Milan, en skytturnar eiga

heimaleik gegn Aston Villa á næstkomandi Laugardag. Kolo verður væntanlega hvíldur

svo hæfileika hans geti notið við gegn AC.

 

Ef Arsenal leggur AC að velli, þá er félagið það fyrsta af Enskum liðum til þess að 

hapma sigri á San Siro, heimavelli AC Milan, en það verður væntanlega þrautin þyngri! Wink


mbl.is Toure reiknar með að spila gegn AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurs með meistaradeildarsæti að ári?

Spursarar eru greinilega að rétta úr kútnum með tilkomu J Ramos.

Fyrsta dollan í níu ár leit dagsins ljós á s.l. Sunnudag þegar Spurs

skellti þáverandi deildarmeisturum Chelsea 2 - 1 í framlengdum leik.

Ekki ónýt byrjun hjá stjóranum snjalla.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála á The Lane þegar

leikmannaglugginn opnar í sumar. Það er jú hægt að gera ýmisleg

fyrir 40 millur í pundum talið, eins og að versla eitt stk Thierry Henry!

(sem ég þó stórefa þó) eða e-rn álíka pró framherja.

Ætli Spurs blandist ekki í baráttuna um meistaradeildarsæti að ári.

Ég myndi ekki veðja gegn því....og liftst þá brúnin á einhverjum!

 


mbl.is Ramos sagður fá 40 milljónir punda til leikmannakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnan tekinn á meistaradeildina að ári!

Þá varð annar ósigur City manna á heimavelli að staðreind í kvöld.

Sá fyrri var gegn Skyttunum í byrjun mánaðarins. Það er greinilegt að

sveinar Sven G Erkson fyrrum landsliðseinvalds þeirra Tjalla eru í lægð

þessa stundina. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að skotinn Davið Moys

eru að byggja upp þrumu lið á Goodison Park og ekkert verður gefið eftir

í baráttunni við hinn borgarrisann, þ.e. Liverpool um meistaradeildarsæti að ári.

Ef fram horfir sem skildi þá gæti raunveruleg atlaga að titlinum orðið að staðreynd

á næsta tímabili hjá " The Toffees".

 

Það eru greinilega fleiri Skotar en Fergie sem kunna vel þessi fræði. 

Útisigurinn var verðskuldaður og fjórða sætið staðreynd. 


mbl.is Everton í fjórða sætið eftir 2:0 sigur á Man City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá í heilann meðgöngutíma!


Þetta var svartur Laugardagur fyrir okkur Nallanna! Oft hefur maður orðið vitni að ljótum

brotum inn á vellinum en ég held að þetta brot hafi nánast verið toppurinn. Svo ljótt var það

að enskurinn sýndi það ekki í endursýningu.  Vitanlega voru samherjar Eduardo í sjokki og ekki náð

að "fókusera" á verkefni dagsins eins og til stóð. Það sást glögt á spilamennskunni í fyrri hálfleik. 

Mikill missir er í "Dudu", leikmanns sem var óðum að aðlaga sig enska boltanum, og nú ljóst að

hann sést ekki aftur fyrr en á næsta tímabili.

Engin furða að yfirskyttann ( Wenger ) hafi misst sig og látið þung orð  falla í garð Mick Taylors.

Rautt spjald á kauða og ekkert minna.

 

....Að titilbaráttunni sé lokið þrátt fyrir tvö töpuð stig? Ekki séns!!!!GetLost

 


mbl.is Arsenal: Eduardo frá í níu mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst Kr. Stefánsson.
Ágúst Kr. Stefánsson.
Heimspekilegur fagurkeri með Doktorsgráðu í Tilverurétti.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband