28.2.2008 | 16:32
STOKE: Risinn sem sefur!
Glæsilegur árangur hjá Tony Pulis. Stoke á toppnum og miðað við frammistöðuna
undanfarið hefur félagið alla burð til þess að komast upp í úrvalsdeildina. Stoke hefur
reyndar ekki spilað í efstu deild síðan 1985, ef ég man rétt! Margir frægir leikmenn hafa
leikið með liðinu í gegnu tíðina s.s. tveir af bestu markvörðum Englands, Gordon Banks og
meistari Peter Shilton, kantmaðurinn frægi Stanley Matthews og svo bræðurnir Lárus Orri og
Kristján Sigurðsynir. Stoke hefur stundum verið nefnt "The Sleeping Giant" eða risinn sem sefur,
af bresku pressunni. Hefur það með þjóðsögu eina að gera sem gengur út á það að frá mið-
löndum Englands eigi eftir að rísa knattspyrnuveldi mikið sem muni sánka að sér mörgum tittlum.
Hér verður ekki fjallað meira um sögu þessa, hvað þá sannleiksgildi hennar, en það er svo spurning
hvort fyrrverandi Íslenskir fjárfestar í Stoke hafi haft einhver veður af þjóðsögu þessari og
hugsað sér gott til glóðarinnar. Allavega miðað við stöðu mála er möguleiki fyrir félagið að vinna
sinn fyrsta titil í vor þ.e. fyrstu deildina ( Championship League ) og fyrsta titilinn síðan 1993,
en þá varð félagið annarrar deildar meistari skv núverandi fyrirkomulagi. ( gamla þriðju deildin )
![]() |
Pulis valinn stjóri febrúarmánaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.