Að hætti Nallanna "The Italian Job, part 2!"

Meistaratakktar er það sem kemur upp í huga manns eftir magnaðann

leik á San Siro vellinum í kvöld.  AFC er fyrst enskra liða til þess að vinna

AC á heimavelli. Sögulegt afrek þetta og draumur (sem manni fannst ansi

fjarlægur) um átta liða úrslit í keppni þeirra bestu orðinn að veruleika.

Hugurinn leitaði aftur ,bæði fyrir og eftir leikinn, og minninginn um leikinn í

16 liða úrslitin þann 25 November 2003 varð ljóslifandi. Þá var

andstæðingurinn Inter Milan. Völlurinn sá sami og keppnin sú sama.

það var seinni leikur liðanna en Inter vann fyrri leikinn 3 - 0.

Síðari viðureignin endaði 5 - 1 fyrir AFC þar sem Thierry Henry og félagar

léku listir sínar. Leikurinn hefur oft verið nefndur "The Italian Job" meðal

stuðningsmanna AFC!

 

Eitt er víst að lærisveinar meistara Wengers buðu upp á annan slíkan leik í kvöld,

þótt mörkin hafi ekki verið 6 að tölu.  2 - 0 sigur var fyllilega verðskuldaður og

greinilegt að AFC eru dottnir aftur í þann gír þeir eru þekktir fyrir eftir lægð  í

undanförnum leikjum heimafyrir. Með þessu áframhaldi kæmi það ekki á óvart

þótt tittlar myndu vinnast á komandi vordögum. 

 


mbl.is Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"AFC er fyrst enskra liða til þess að vinna AC á heimavelli"

AFC er náttúrulega bara enskt að nafninu til.

Wenger (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 07:45

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Glæsilegt hjá okkar mönnum, mörgum klössum betri en gamlingjarnir hjá Milan.

Grétar Rögnvarsson, 5.3.2008 kl. 08:22

3 identicon

AFC er í eigu Englendinga en ekki erlendra fjárfestingarmanna, er liðið þá ekki enskt?

Rúnar (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Kr. Stefánsson.
Ágúst Kr. Stefánsson.
Heimspekilegur fagurkeri með Doktorsgráðu í Tilverurétti.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband