26.3.2008 | 23:13
Uppgjöf ekki valmöguleiki!
Meistari Wenger er bardagajaxl sem neitar að gefast upp fyrr en upp í fulla hnefanna! Það hefur kallinn margsýnnt í gegnum árin. Skytturnar hafa hikstað illa í undanförnum leikjum og uppsekeran eftir því. Þriðja sætið er orðið að staðreynd, í bili að minnsta kosti. Það verður á brattann að sækja það sem eftir lifir tímabilsins fyrir skytturnar og jafnvel verður meistari Wenger að fara að treysta á úrslit í öðrum leikjum, þ.e.a.s að keppinautarnir fari að hiksta og þ.a.l tapa stigum.
Framundan er geysiharður og galopinn bardagi þriggja liða um meistaratignina og þeirra liða sem berjast fyrir tilverurétti sínum í úrvalsdeildinni. Það hefur nú sýnt sig í gegnum tíðina að botnliðin hafa hirt stig að toppliðunum á endasprettinum, sem þýðir að örugglega eiga óvænt úrslit eftir að líta dagsins ljós áður en endanlegt lokaflaut glymur á komandi vordögum! Myndi ekki veðja gegn því!
Wenger neitar að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.