Mögnuð endurkoma, sigur á gömlu grílu!

Eftir fjóra jafnteflisleiki í röð og svo tapleik gegn Chel$ki um s.l. helgi kom loksins að sigurleik. Ekki leit staðan neitt sérstaklega vel út í hálfleik. Tveimur mörkum undir og manni færri leit allt út fyrir að enn einu sinni myndi gamla Nalla-grílan (Bolton W) verða okkur erfið viðureignar, og ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist.  Það var allt annað að sjá til Skyttnanna í Seinni hálfleik, enda skilaði sterkt "comeback" sér í góðum sigri og dýrmætum þremur stigum í hús. Góð skipting hjá meistara Wenger í seinni hálfkeik er hann skellti Walcott og Ade inná og það hafði sitt að segja. Endurkoman var frábær og ætti örugglega að gefa Skyttunum aukið sjálfstraust fyrir þrennuna á móti Púlurum sem frammundan er. Það sem skygði á magnaðann leik var ljót tækling sem verðskuldaði réttilega rautt spjald. Mynnti tækling þessi óþægilega á brot Mick Taylors gegn Eduardo í leiknum gegn Birmingham á dögunum. Staða Bolton versnaði til muna við tapið og er félagið enn í fallsæti. Það er spurning hvort gamla Nalla-grílan hafi verið greftruð að sinni og spili í fyrstu deild að ári? Ætla ekki að veðja gegn því og þeirra verður EKKI saknað af minnar hálfu!Devil


mbl.is Wenger: Man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Kr. Stefánsson.
Ágúst Kr. Stefánsson.
Heimspekilegur fagurkeri með Doktorsgráðu í Tilverurétti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband